Search by Title only
Home > Appendix > Vetrarakstur > Aðstæður í snjó eða hálku

Aðstæður í snjó eða hálku

Til að geta ekið ökutækinu þínu í djúpum snjó kann að vera nauðsynlegt að nota snjóhjólbarða eða setja snjókeðjur á hjólin. Ef þörf er á snjóhjólbörðum er nauðsynlegt að velja hjólbarða sem eru jafngildir upprunalegu hjólbörðunum að stærð og tegund. Misbrestur á að gera svo hefur óhagstæð áhrif á öryggi og ak- sturseiginleika bílsins þíns. Ennfre- mur kunna hraðakstur, snögg hröðun, skyndileg beiting hemla og krappar beygjur hugsanlega að reynast mjög hættuleg iðja.

Meðan á hraðaminnkun stendur skal nota hreyfilhemilinn til hins ýtrasta. Skyndileg beiting hemla á snævi þöktum eða ísuðum vegum kann að valda því að bíllinn renni til. Þú þarft að halda hæfilegri fjarlægð frá ökutækjunum fyrir framan þitt ökutæki. Beittu einnig hemlunum varlega. Taka ætti fram að uppsetning snjókeðja á hjólbarðana veitir meiri akstur- skraft en kemur ekki í veg fyrir hliðarskrik.

Snjókeðjur eru ekki löglegar í öllum löndum. Athugaðu landslög áður en snjókeðjur eru settar á.