Search by Title only
Home > Appendix > Vetrarakstur (ICELANDIC VERSION) > Snjóhjólbarðar

Snjóhjólbarðar

Ef þú setur snjóhjólbarða undir ökutækið þitt skaltu ganga úr skugga um að þeir séu þverban- dahjólbarðar af sömu stærð og á sama álagssviði og upprunalegu hjólbarðarnir. Settu snjóhjólbarða á öll fjögur hjólin til að jafna út ak- sturseiginleika ökutækisins við al- lar veðuraðstæður. Hafðu í huga að gripið sem snjóhjólbarðar veita á þurrum vegum kann að vera minna en hjólbarðanna sem öku- tækið var upphaflega búið. Þú æt- tir að aka varlega, jafnvel þegar vegurinn er auður. Athugaðu með ráðleggingar um hámarkshraða hjá hjólbarðasalanum.

Stærð snjóhjólbarða

Snjóhjólbarðar ættu að vera af jafngildri stærð og tegund og venjulegir hjólbarðar ökutækisins. Að öðrum kosti kann það að hafa óhagstæð áhrif á akstureiginleika ökutækisins.

Settu ekki neglda hjólbarða undir án þess að athuga fyrst staðbund- nar reglugerðir ríkis og bæja vegan mögulegra takmarkana á notkun þeirra.

Snjókeðjur

Þar sem hliðar þverbandahjólbarða eru þynnri kunna þeir að skem- mast ef sumar tegundir af snjókeðjum eru festar við þá. Þar af leiðandi er mælt með notkun snjóhjólbarða í stað snjókeðja. Ekki skal setja keðjur á ökutæki sem búin eru álfelgum; snjókeðjur kun- na að valda skemmdum á felgu- num. Ef það verður að nota snjókeðjur skal nota vírkeðjur sem eru innan við 12 mm (0,47 tommu) að þykkt. Skemmdir á ökutækinu þínu af völdum ran- grar notkunar snjókeðja falla ekki undir ábyrgð framleiðandans.

Settu snjókeðjur aðeins upp á hjól- börðunum að framan.

  • Gakktu úr skugga um að snjókeðjurnar séu af réttri stærð og tegund fyrir hjólbarðana þína. Rangar snjókeðjur geta valdið skemmdum á yfirbyggingu ökutækisins og fjöðrun og ekki er víst að þær falli undir ábyrgð framleiðanda ökutækisins. Einnig geta tengikrókar snjókeðjanna skemmst vegna snertingar við ökutækið sem veldur því að snjókeðjurnar losna frá hjólbarðanum. Gakktu úr skugga um að snjókeðjurnar séu af SAEflokki og “S”-vottaðar.

  • Athugaðu alltaf uppsetningu og rétta festingu keðja eftir að hafa ekið um það bil 0,5 til 1 km (0,3 til 0,6 mílur) til að tryggja örugga festingu. Hertu keðjurnar eða settu þær upp aftur ef þær eru lausar.

  • Jafnvel með viðeigandi keðju uppsetta skal ekki taka fulla beygju (snúa stýrinu til fulls til annarrar hliðar) þegar ökutækinu er ekið. (Ef þú ert að taka fulla beygju skaltu aka á hraða undir 10 km/klst.)

Uppsetning á keðjum

Þegar þú setur upp keðjur skaltu fylgja leiðbeiningum framleiðan- dans og festa þær eins þétt og þú getur. Aktu hægt með uppsettar keðjur. Ef þú heyrir keðjurnar snerta yfirbyggingu eða undirvagn skaltu stöðva og herða þær. Ef þær snerta enn skaltu hægja á þar til það hættir. Fjarlægðu keðjurnar um leið og þú byrjar að aka á hreinsuðum vegum.

Keðjur festar á

Þegar þú festir snjókeðjur á skaltu leggja ökutækinu á jafnsléttu fjarri umferð. Kveiktu á blikkandi hættuljósum ökutækisins og settu neyðarviðvörunarþrihyrning fyrir aftan ökutækið, ef til staðar. Settu ökutækið alltaf í P (Leggja), settu stöðuhemilinn á og slökktu á hreyflinum áður en þú setur upp snjókeðjur.

Snjókeðjur

  • Notkun keðja kann að hafa óhagstæð áhrif á aksturseiginleika ökutækisins.

  • Farðu ekki umfram 30 km/klst. (20 míl/klst) eða ráðlögð hraðatakmörk framleiðanda keðjanna, hvort sem er lægra.

  • Aktu varlega og forðastu ójöfnur, holur, krappar beygjur og aðrar hættur á veginum sem kunna að valda því að ökutækið skoppi.

  • Forðastu krappar beygjur og læsingu hjóla lvið hemlun.

  • Keðjur sem eru af rangri stærð eða rangt settar upp kunna að skemma hemlaleiðslur ökutækisins, fjöðrun, yfirbyggingu og hjól.

  • Keðjur sem eru af rangri stærð eða rangt settar upp kunna að skemma hemlaleiðslur ökutækisins, fjöðrun, yfirbyggingu og hjól.